Jólakort Styrktar og líknarsjóðs Oddfellowa

Jólakort StlO árið 2012
Jólakort StlO árið 2012

Jólakort Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa fyrir árið 2012 er komið út.  
Höfundur kortsins í ár er Sigrún Harpa Þórarinsdóttir nemi við Listaháskóla Íslands.
Jólakortasala StlO er mikilvæg fjáröflun fyrir sjóðinn  enn ekki  síður fyrir  líknarsjóði regludeildanna sem  fá hluta af söluandvirði kortanna í sinn hlut. Fulltrúar regludeilda í StlO  sjá um sölu kortanna.
 

 

 

Hægt er að fá sérprentaðan texta inn í kortin sé þess óskað en pantanir fyrir þá þjónustu verða
að berast fyrir 3. desember. Viðbótarkostnaður við sérprentun með einum lit er kr. 8.500 og kr.12.000
með tveim litum.

Kortin eru seld í pökkum með 15 kortum og 15 umslögum og er verð á pakka aðeins kr. 2.400,-.