Jólakortum pakkað

Reglusystkin komu saman í húsakynnum Litrófs í Vatnagörðum um síðustu helgi og pökkuðu jólakortum í …
Reglusystkin komu saman í húsakynnum Litrófs í Vatnagörðum um síðustu helgi og pökkuðu jólakortum í pakkningar til afhendingar í Regludeildum.

Höfundur jólakortsins í ár er Ólafur Th. Ólafsson bróðir í stúkunni nr. 12, Skúla fógeta. 

Kortin verða seld í pökkum með 12 kortum og 12 umslögum, verð á pakka er kr. 2000.

Af hverjum pakka renna 800.- kr til stúkna, og 1200.- kr til StLO.  Tilkynna þarf nefndinni um seld kort og skila óseldum kortum til nefndarinnar, eigi síðar en 15. desember. Um 20. desember mun stúkunum berast reikningur frá StLO fyrir seldum kortum (þ.e. hluti StLO), til að stúkur geti gengið frá sínu bókhaldi fyrir áramót. 

Sé þess óskað, er hægt að fá sérprentaðan texta inn í kortin, en pantanir fyrir þá þjónustu verða að berast fyrir 10. desember.  Viðbótarkostnaður við sérprentun með einum lit í svörtu er kr. 8.500.- og með lit kr. 12.000.-