Jólakveðja frá Stórstúku Islands

Oddaflug
Oddaflug

Oddaflug

Fólk með sameiginlega stefnu og samkennd getur náð afangastað fljótar og auðveldar með því að ferðast f trausti hvers annars. Þegar álft dettur úr oddaflugi finnur hun skyndilegan mótvind og viðnám sem fylgir því að vera ein a flugi.

Hún færir sig því fljótt ti! baka f röðina til að notfæra sér uppdrift frá þeim sem a undan eru.

Ef við tökum álftir okkur til fyrirmyndar þa fylgjum við fordæmi þeirra og stefnum þangað sem við viljum fara.

Við þiggjum hjálp annarra og hjálpumst að. Þegar forystufuglinn þreytist snýr hann ti! baka í hópinn og önnur álft flýgur í fararbroddi. Það borgar sig oft að skiptast á við erfiðu verkin og deila leiðtogahlutverkinu.

Eins og álftir er fólk háð hæfni, getu og einstæðri blöndu gáfna, hæfileika og eiginleika hvers annars.

Álftahópurinn kvakar á fluginu ti! að hvetja þær sem eru í framlínunni til þess að halda einbeitingunni. Við verðum að tryggja að orð okkar og athafnir séu uppörvandi því að í  hvetjandi andrúmslofti eru afköstin mun meiri en ella.

Eins og álftirnar stöndum við saman á erfiðum tímum á sama hátt og þegar við erum sterk.