Jólaútgáfa Oddfellowblaðsins komin út

Jólablaðið  des. 2012
Jólablaðið des. 2012
Jólaútgáfa Oddfellowblaðsins er komin út full af fróðleik og  fréttum  frá regludeildum og er komið á Innri síðu. Meðal efnis má nefna  grein um Oddfellowregluna í Póllandi, ágrip úr sögu Herjólfs flutt á 4.000asta fundinum  auk opnuviðtals við séra Sólveigu Láru Guðmundsdóttir  vígslubiskup. Þá ritar  hávl. br. Stórsír hugleiðingu  um kærleikann....

Lokaorð stórsís eiga vel við  :

"Kærleikurinn er upphaf og endir alls. Við eigum að lifa lífinu tengd vináttuböndum undir handleiðslu kærleikans og leitast við að þroska sjálfa okkur. Við skulum muna að „Máttur Reglunnar og fegurð birtist þeim einum sem í einlægni leitast við að göfga sjálfan sig og þjóna öðrum.“
Ég óska ykkur öllum, kæru Reglusystkin og fjölskyldum ykkar, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir fyrir mjög ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða."

Bróðurlegast, í vináttu, kærleika og sannleika,

Stefán B. Veturliðason
Stórsír