Kennslumyndbönd komin á Innri síðuna

Á innri síðu oddfellow.is hafa nú verið sett kennslumyndbönd í vefumsjónarkerfinu Moya sem reglan og regludeildir nota til viðhalds á heimasíðum sínum. Myndböndin eru gerð sérstaklega fyrir Oddfellowregluna og notuð eru dæmi úr okkar umhverfi.

Um er að ræða kennslu í útgáfu 1.15 af Moya sem Stefna ehf. kynnti í vor og fjölmargar regludeildir hafa þegar tekið upp en margar  eru ennþá að notast við 1.13 sem var upphaflega útgáfan þegar reglan ákvað að ganga til samninga um þetta ágæta vefumsjónarkerfi. 

Margar nýjungar eru kynntar til leiks í þessari útgáfu af Moya og eru vefstjórar regludeilda eindregið hvattir til að kynna sér það sem þessi nýja útgáfa býður upp á.

Þess má geta að þessi myndbönd eru geymd á Youtube en eru ekki aðgengileg öðrum en þeim sem fara inná Innri síðu og hlaða þeim upp þaðan. Þau finnast ekki í leitarvélum á Youtube.