Kveðja frá stjórn Stórstúkunnar.

 Kæru Reglusystkini.

 Stjórn Stórstúkunnar sendir ykkur bestu kveðjur við þessar sérstöku aðstæður í þjóðfélaginu og heiminum í dag. Undanfarna daga höfum við upplifað tíma sem við öll áttum erfitt með að ímynda okkur að kæmu.

Stjórn Stórstúkunnar bendir á, að meðan það er boðað fundarhlé í Reglunni liggja öll hefðbundin verkefni og störf er snúa að Reglustarfinu niðri. Fundarhléið okkar hefur nú staðið í rúma viku og við erum rétt að byrja að fara upp „brekkuna“ á kúrfunni sem okkur er sýnd reglulega. Samkomubann yfirvalda er svo komið þar að auki og nú er talað um hertar aðgerðir til hefta útbreiðslu veirunnar.  Hvernig þetta þróast allt saman næstu daga og vikur er með öllu óvíst. Hvenær við getum hafið fundarstarfið aftur er líka algjörlega óljóst.

Stjórnir Regludeilda eru þó hvattar til að funda áfram með hefðbundnum hætti  eða á rafrænan hátt sem fyrr.

Skrifstofa Oddfellowreglunnar er opin eins og áður og alltaf hægt að ná í alla stjórnarmeðlimi annað hvort símleiðis eða með tölvupósti.

Stjórn Stórstúkunnar hvetur Reglusystkini til þess að rækta hvert annað eftir bestu getu,  rækta okkur sjálf og sýna æðruleysi og dug, vera í sambandi, annað hvort með rafrænum hætti eða hringja í þá sem ekki eru í aðstöðu til að lesa tölvupósta og aðstoða þá sem þurfa á því að halda eftir bestu getu. Þannig getum við ræktað stúkustarfið á meðan þetta óvenjulega ástand gengur yfir. Það er ómetanlegt að eiga góða að og mikilvægt að styrkja ennþá betur böndin á milli okkar allra, kæru Reglusystkini. Við hvetjum alla Oddfellowa til að sýna nú í verki að við stöndum saman í systra- og bræðralaginu og látum þau eldri ekki afskiptalaus.

Reglusystkini eru hvött til að fara að öllum fyrirmælum Landlæknisembættisins og Almannavarna og gæta ýtrustu varúðar til þess að reyna að forðast smit.

 

..........meira á innri síðu...