Sumargleði Oddfellowa 2017

Stórstúkustjórn hefur því ákveðið að efna til Landsmóts Oddfellowa á afmælisári og hefur því skipað undirbúningsnefnd til að vinna að þessu verkefni. Nefndin hefur þegar lagt fram drög að dagskrá hátíðarinnar, sem öll verður í höndum Reglusystkina.

Landsmótið verður helgina 14. -16. júlí 2017 og fer fram að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Þar er frábær aðstaða, gott tjaldstæði fyrir 1.500 manns og glæsileg inniaðstaða, samkomusalir, salerni, aðstaða til veitingasölu í Örkinni sem áður hýsti Tívolíið í Hveragerði. Svefnaðstaða er fyrir 120 manns í rúmum og verður hægt að bóka þegar nær dregur.

Reiknað er með að tjaldstæðið verði opnað fyrir gesti fimmtudaginn 13. júlí og verði opið gestum til mánudagsins 17. júlí.

Landsmótið er fyrir Reglusystkin, maka þeirra og börn. Kostnaði við þátttöku verður stillt í hóf.  Stefnt er að því að 1.000 Reglusystkin mæti auk barna og aðgangseyrir verði 7.000,- kr. á mann og börn yngri en 16 ára greiði ekki aðgangseyri. Innifalið í aðgangseyri er tjaldsvæðið, matur föstudags- og laugardagskvöld og öll skemmtiatriði. Eftir er að semja við sveitarfélagið Rangárþing eystra um aðgang að sundlaug og annarri afþreyingu.

Drög að dagskrá;

Fimmtudagur 13. júlí kl. 13.00; Tjaldstæðið í Kirkjulækarkoti opnað.

Föstudagur 14. júlí;

  • kl. 16.00-17.30; Barnaskemmtun í Salnum
  • kl. 18.00-20.00; Pylsu- og hamborgaragleði
  • kl. 21.00-23.30; Grín, glens og söngur í Salnum

Laugardagurinn 15. júlí;

  • kl. 07.00-10.00; Sund og hreyfing í Sundlaug Hvolsvallar
  • kl. 10.30-12.00; Fræðslufundur Oddfellow Akademíunnar á Sal fyrir Reglusystkin Klæðnaður snyrtileg útivistarföt
  • kl. 10.30-12.00; Frjáls tími
  • kl. 13.00-16.00; Njáluslóð, Sögusafnið á Hvolsvelli, golf á Strandavelli, veiði, gönguferðir eða annað sem gæti verið í boði
  • kl. 17.00-18.00 Barnagleði í Salnum
  • kl. 18.30-21.00; Grillveisla
  • 22.00- Brekkusöngur í Salnum og dans stigin fram yfir miðnætti. Hljómsveit skipuð Reglusystkinum leikur fyrir dansi

Sunnudagur 16. júlí;

  • Sund á Hvolsvelli
  • Svæðið hreinsað
  • Áhugaverðir staðir að sjá, styttri dagsferðir;
  • Seljalandsfoss, í augsýn frá Kirkjulækarkoti, akstur ca 20 mín
  • Byggðasafnið í Skógum, afar áhugavert og skoða Skógafoss í leiðinni. Akstur frá   Kirkjulækjarkoti 35-40 mín
  • Dyrhólaey, perla við Suðurströndina, akstur ca. 60 min.
  • Svörtufjörur við Reynisfjall, akstur ca 70 mín.
  • Vík í Mýrdal, akstur ca 70 mín.
  • Dagsferð til Eyja frá Landeyjarhöfn, fara yfir með bíl og stoppa 2-10 klst. akstur í  Landeyjarhöfn, 30 mín. (þarf að panta far)

Það er markmið undirbúningsstjórnar að fá 1.000 fulloðna, Reglusystkin og maka til að mæta auk barna og tekur rekstraráætlun hátíðarinnar mið af því. Þess vegna er mikilvægt að kynna nú þegar þessa hugmynd svo allir verði upplýstir um hvað er í vændum. Í haust verður farið af stað að nýju og þá verður kannaður áhugi í öllum stúkum fyrir mætingu á hátíðina, en mjög mikilvægt er að sjá í tíma hvort þær áætlanir sem gerðar hafa verið um kostnað standist og þá er mæting lykilatriði í því að halda kostnaði niðri. Gert er ráð fyrir því að undirmeisturum stúkna verði falið að bóka þá sem ætla að mæta.  Miðað er við að fyrir 1. febrúar 2017 hafi  þátttakendur greitt þátttökugjald, svo hægt verði að sjá hvort verkefnið gangi upp.

Undirbúningsnefnd Landsmótsins 2017 hefur fengið til liðs við sig matreiðslumeistara sem hafa umsjón með tveimur sameiginlegum grillveislum og til liðs við þá verður kallað eftir grillurum frá stúkunum.  Tónlistarmenn, leikarar og aðrir sem geta lagt til efni í skemmtidagskrá hafa verið kallaðir til og þegar er hafinn undirbúningur að því að móta dagskrá hátíðarinnar og að allt verði gert á sem fagmannlegastan hátt af okkur, systrum og bræðrum.

Það er von okkar að þetta mælist vel fyrir hjá Reglusystkinum og þau fjölmenni á hátíðina sumarið 2017.  Þeir sem óska eftir því að leggja eitthvað til málanna eða vilja vinna með undirbúningsnefnd hátíðarinnar gefi sig fram við einhvern í nefndinni.

 Bróður- og systurlegast í v. k. og s.

 Fyir hönd undirbúningsnefndar Landsmóts Oddfellowa 2017
Ásmundur Friðriksson
Unnur H.  Arnardóttir
Petrína H. Ottesen
Anna S. Árnadóttir
Birgir Snorrason
Geir Jón Þórisson