Landsmót Oddfellowa í golfi

Málin rædd
Málin rædd

Yfir 40 manns tóku þátt í sjálfboðastarfi í kringum mótið og þökkum við í undirbúningsnefndinni öllum kærlega fyrir þeirra störf.  Manna þurfti ýmis verkefni, svo sem móttöku kylfinga/afhending teiggjafa, ræsingu á teigum, dómgæslu, samlokugerð, sölu í sölutjaldi, myndatöku á mótsdag, skráningu skorkorta, dekkun salar fyrir lokahóf, matseld fyrir lokahóf, bakstur á marengstertum fyrir lokahóf, barumsjón á lokahófi, frágangur eftir lokahóf, auk mótsstjórnar.

Veglegir vinningar voru á mótinu, sambland af keyptum vinningum og gjöfum frá ýmsum fyrirtækjum sem tengjast Oddfellowsystkinum á einhvern hátt.  Við þökkum öllum sem veittu okkur lið í þessu efni.

Allur ágóði af mótshaldinu gengur til líknarsjóða Ásgerðar og Egils.

Undirbúningsnefndin hélt úti Facebooksíðu fyrir mótið, þar var upplýsingum komið til þátttakenda fyrir mótið og nú er búið að setja þar inn úrslit og margar myndir sem bræðurnir Carsten Kristinsson og Guðmundur Eiríksson tóku á mótsdag og í lokahófi. Þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta og jákvæð innlegg frá þátttakendum í mótinu er velkomið að gerast meðlimir á síðunni, sjá krækju hér. 

Í undirbúningsnefndinni voru (í stafrófsröð): Bergþór Guðmundsson, Guðmundur Sigvaldason, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ingunn Ríkharðsdóttir, María Sigurbjörnsdóttir og Sigurjón Runólfsson.  Guðmundur Eiríksson var í nefndinni í upphafi en þegar hann var kjörinn Stórritari í vor þurfti hann þar með að hætta öllum nefndarstörfum fyrir stúkuna Egil.  Við þökkum fyrir okkur og ég þakka meðnefndarmönnum mínum fyrir frábært samstarf.

Bergþór Guðmundsson, formaður undirbúningsnefndar.

Hér eru úrslit mótsins:

Nándarverðlaun: 3. hola Guðrún Egilsdóttir 1,39 m; 8. hola Helgi Gunnar Jónsson 1,12 m; 14. hola Gunnar Björnsson 4,38 m; 18. hola Garðar ...K. Vilhjálmsson 1,24 m.

Lengstu teighögg: 9. braut Anna G. Sigurðardóttir; 17. braut Jón Birgir Gunnarsson

Punktakeppni kvenna með forgjöf: 1. verðlaun Kristín Þorsteinsdóttir 36 punktar, 2. verðlaun Ingibjörg G. Sigursteinsdóttir 34 punktar; 3. verðlaun Edda Jónasdóttir 34 punktar (færri punktar á seinni 9)

Punktakeppni karla með forgjöf: 1. verðlaun Smári Viðar Guðjónsson 40 punktar; 2. verðlaun Guðjón Pétur Pétursson 40 punktar (færri punktar á seinni 9); 3. verðlaun Vilberg Sigtryggsson 37 punktar (færri punktar á seinni 9 en Björgvin R. Kjartansson sem var einnig með 37 punkta).

Höggleikur kvenna án forgjafar: 1. verðlaun Erla Pétursdóttir 91 högg

Höggleikur karla án forgjafar: 1. verðlaun Hafsteinn E. Hafsteinsson 82 högg (færri högg á seinni 9 en Garðar Eyland Bárðarson og Júlíus Margeir Steinþórsson sem einnig léku á 82 höggum).

Sveitakeppni Rebekkustúkna: 1. verðlaun Rbst. nr. 7 Þorgerður.

Sveitakeppni bræðrastúkna: 1. verðlaun St. nr. 11 Þorgeir