Landsmót Oddfellowa í golfi á Garðavelli á Akranesi þann 15. ágúst 2015

Garðavöllur á Akranesi mun skarta sínu fegursta í sumar í tilefni af 50 ára afmæli Golfklúbbsins Leynis sem á og rekur völlinn.  Í tilefni af afmælinu verður Íslandsmótið í höggleik haldið á vellinum þremur vikum fyrir landsmótið okkar.  Fyrirséð er að mikil fjölmiðlaumfjöllun verður um Íslandsmótið í höggleik þannig að við getum fylgst með árangri bestu kylfinganna á Íslandi á þessum velli og hugsað okkur hvernig við myndum nú leysa úr sömu aðstæðum og við sjáum hjá þeim.

 Ekki er búið að fastsetja leikskipulag og rástíma ennþá, en líklega verður ræst út frá kl. 8 um morguninn og til kl. 14 frá bæði 1. og 10. teig.  Lokahóf með verðlaunaafhendingu og mat verður í Oddfellowhúsinu á Akranesi um kvöldið.  Skráning á mótið hefst á golf.is í júlí 2015.

Þegar nær dregur verða nánari upplýsingar sendar með tölvupósti til allra bræðra og systra, en við biðjum þá sem áhuga hafa að taka 15. ágúst frá fyrir skemmtilegt landsmót Oddfellowa í golfi.