Landsmót Oddfellowa í golfi haldið 15. ágúst

Landsmót Oddfellowa í golfi árið 2020 verður haldið á golfvelli Oddellowa Urriðavelli þann 15. ágúst n.k.   Undirbúningsnefnd frá St. nr. 3 Hallveig og Rb.st. nr. 4 Sigríður hefur hafið störf, en nefndin er skipuð þremur bræðrum og þremur systrum. 

Undirbúningsnefndin mun starfa með mikilli gleði og ánægju, með það að markmiði að gera landsmótið árið 2020 að skemmtilegri og hressandi upplifun fyrir þátttakendur.  Við vonumst til að sjá sem flest reglusystkini og maka þeirra í brosandi golfsveiflu.

Líkt og undanfarin ár reiknum við með góðri þátttöku og því áætlum við að ræst verði út frá 1. og 10. teig. Fyrri ræsing er áætluð milli kl. 7.00 og 9.00 um morguninn og seinni ræsing áætluð milli kl. 12.00 og 14.00.

Lesa skjal