Leiðbeiningar fyrir ritara

Stjórn stórstúkunnar hefur gefið út  leiðbeiningar fyrir ritara regludeilda  og hefur þeim verið komið á innri síðu. þeim er ætlað að aðvelda þeim að rækja embætti  sín einsog segir í inngangi. 
Í inngangi  segir m.a. :  "Starf ritarans í þágu stúkunnar er afar mikilvægt og jafnframt tímafrekt. Það veltur á þekkingu hans á reglum og fyrirmælum og útfærslu þeirra, hversu vel tekst til með starf stúkunnar jafnt innávið sem útávið. Hann þarf að kunna skil á þeim ákvæðum grundvallarlaga, reglna og sérlaga sem snerta störf hans og hann þarf að hafa hugfast að í starfi hans, skýrslum og bréfum sem hann semur og sendir, endurspeglast innra starf stúkunnar."