Leiðisgreinar og kerti

Einsog undanfarin 5 ár stendur Oddfellowreglan fyrir sölu á leiðisgreinum og kertum fyrir þessi jól. Seld eru íslensk útikerti með merki Reglunnar og leiðisgreinar með hvítri slaufu

Verkefnið er í umsjón reglusystkina í St. nr. 16 Snorra Goða og  Rb.st. nr.10 Soffíu. Regludeildir  skipa tengilið vegna þessa verkefnis  sem tekur á móti pöntunum.  

Afhending  kerta og greina fer fram í Oddfellowhúsinu að Staðarbergi í Hafnarfirði, laugardaginn 11.desember n.k. frá klukkan 14-18,

Allur ágóði af sölu greinanna og kertanna gengur til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi.