Ljósið - Oddfellowreglan tekur höndum saman

Verkefnisstjórn við stækkun og endurbætur á húsnæði Ljóssins við Langholtsveg hefur haft í mörgu að snúast vegna verksins það sem af er árinu. og er nú að komast skriður á verkið.

Hönnun á viðbyggingu og breytingum var ólokið  þegar verkefnisstjórnin tók við stjórn verksins.

Voru aðaluppdrættir samþykktir þann 12. maí 2015, en byggingarleyfi fyrst gefið út þann 10. júlí. Hafði verkefnisstjórnin áformað að hefja eiginlegar framkvæmdir  í lok maí. Vegna þessa tafa raskaðist verkáætlun og þeir verktakar sem vilyrði höfðu gefið um verktöku voru horfnir til annarra verka. Bundin lína í verkinu var uppsteypa stiga- og lyftuhúss, en stækkun þriðju hæðar tengist útveggjum stigahússins. Þann 9. september var lokið uppsteypu á veggjum stiga og lyftuhúss og var það sjötta steypan. Er þá eftir að steypa þakplötu yfir lyftugöng og stiga og stigapalla , þrjár steypur.

Reistir hafa verið vinnupallar til þess að klæða utan stiga- og lyftuhús og jafnframt hafa verið settir upp vinnupallar með austur- og norðurhliðum vegna hækkunar hússins.

Gluggar í þakhæð eru komnir á staðinn en þeir voru keyptir frá Danmörku. Verið er að ljúka við smíði á gluggum í steypta veggi norður á Akureyri. Límtré í þakvirki hefur verið keypt. Lyfta hefur verið keypt og er komin til landsins. Eldvarnarhurðir hafa verið pantaðar. Álklæðning á útveggi hefur verið keypt. Innihurðir eru í útboði..Smíði handriða í stigahús hefur verið undirbúin.

Verið er að afla verða í ljósbúnað.

Sjálfboðavinna

Eðli verksins til þessa hefur ekki krafist mikillar sjálboðavinnu, en fyrir utan störf verkefnistjórnar, hafa bræður unnið við rif og hreinsun móta, frágangs veggja í jörð og steypuvinnu.. Mættu tíu bræður till mótarifs s.l. laugardag og luku verkinu upp úr hádegi .

Í lok mánaðarins mun starfsemi Ljóssins flytja í bráðabirgðahúsnæði en þá taka við breytingar innan húss. Við það verk verður þörf á vinnufúsum höndum og mun verða eftir því kallað..

m.b.k

f.h. verkefnisstjórnar

Magnús Sædal