Lofsvert framtak

Gunnar Hans Pálsson afhendir hávl. br stórsí innbundin oddfellowblöðin
Gunnar Hans Pálsson afhendir hávl. br stórsí innbundin oddfellowblöðin
Hvl. stórsír, br. Stefán B. Veturliðason kom á vordögum að máli við br. Gunnar Hans Pálsson í st.nr.11, Þorgeiri, og ræddi við hann um möguleika á því að taka saman Oddfellowblöð sem ekki höfðu verið bundin inn frá árinu 2001. Br. Gunnar brást skjótt við og safnaði saman níu eintökum af hverju blaði og stúkubróðir hans, br. Einar Egilsson, tók að sér að binda blöðin inn í níu bækur í vönduðu bandi. Hver bók er árituð hverju regluheimili sem gjöf frá Stórstúkunni. Er þetta framhald af innbundnum Oddfellowblöðum sem Stórstúkan gaf regluheimilum árið 2000.

 

Hefur Stórstúkan þar með fært öllum regluheimilum á landinu innbundið eintak af Oddfell-owblaðinu frá upphafi til ársins 2007, þegar stærð blaðsins var breytt.
Hér er vissulega um lofsvert framtak að ræða, því ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu mikilvægt það er að varðveita Oddfellowblöðin með þessum hætti, því hvert blað hefur að geyma sögu um starfsemi Oddfellowreglunnar á hverjum tíma.