Menningarnótt - vöfflukaffi í Vonarstræti

Kæru reglusystkin
Hver hefur ekki verið í vandræðum með að finna kaffihús í miðborginni til að setjast niður og hvíla lúin bein og fá sér kaffisopa á Menningarnótt.
Systur úr Stúkunni nr. 17 Þorbjörgu ætla að hafa vöfflukaffi til fjáröflunar líknarsjóði þennan dag milli klukkan 14 og 17 í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti.
Það er alveg tilvalið fyrir reglusystkin að koma og spjalla saman yfir kaffibolla, vöfflu, hlusta á tónlist og styrkja með því gott málefni.

Katalin Lorincz mun spila létt lög á piano og ung stúlka Rakel Björk Björnsdóttir syngur nokkur lög.

Kaffi og vaffla er á krónur 1.000.- og 500.- fyrir börn yngri en 12 ára

Bróðir varastórsír Ásmundur Friðriksson mun kynna og árita bók sína
Ási Grási í Grænuhlíð