Minnisvarði afhjúpaður við Vífilsstaðaspítala

Minnisvarðinn afhjúpaður, frá vinstri Lárus Helgason læknir, Stefán B. Veturliðason, stórsír Oddfell…
Minnisvarðinn afhjúpaður, frá vinstri Lárus Helgason læknir, Stefán B. Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar og hönnuðirnir Jón Otti Sigurðsson og Þorkell Gunnar Guðmundsson.

Í tilefni 100 ára afmælis Vífilsstaðaspítala, sem minnst var með hátíðardagskrá á Vífilsstöðum helgina 4. og 5. september sl., afhenti Oddfellowreglan á Íslandi minnisvarða að gjöf, en Reglan átti stóran þátt í spítalinn var reistur á sínum tíma.

Stefán B. Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi og Lárus Helgason læknir afhjúpuðu minnisvarðann, sem samanstendur af þremur stuðlabergssteinum, sem standa fyrir einkunarorð Oddfellowreglunnar,  en hönnuðir minnisvarðans eru br. Jón Otti Sigurðsson, sem var fulltrúi Reglunnar í afmælisnefndinni, og Þorkell Gunnar Guðmundsson.

Grein í Mbl. 2. sept. sl.