Náttúrufræðistofnun Íslands tekur til starfa í Urriðaholti

Hið nýja hús Náttúrfræðistofnunar
Hið nýja hús Náttúrfræðistofnunar

Náttúrufræðistofnunar Íslands opnaði formlega í nýjum heimkynnum í Urriðaholti föstudaginn 17. desember. Nýja húsið er sérstaklega hannað fyrir starfsemi stofnunarinnar og er fyrsti vísir að uppbyggingu fjölbreyttrar skrifstofu- og þjónustustarfsemi í Urriðaholti.

Húsið

Bygging húss Náttúrufræðistofnunar hófst í október 2009. Arkís hannaði húsið og Ístak var aðalverktaki við bygginguna. Húsið er sérstaklega sniðið utan um starfsemi Náttúrufræðistofnunar. Það er 3.500 fermetrar að stærð og nýjustu tækni er beitt til að tryggja varðveislu náttúrugripa, sem margir eru mjög verðmætir og sjaldgæfir.

Glerhjúpur setur sterkan svip á bygginguna og er helsta einkenni hennar. Auk þess myndar hann veðurhlíf um bygginguna og tryggir betur virkni náttúrulegrar loftræstingar, jafnvel í verstu veðrum.

Í ávarpi sem Ólafur Helgi Ólafsson, bróðir í  St. nr. 16, Snorra goða hélt við vígslu  hins nýja húss Náttúrfræðistofnunar kom m.a. fram:

 

Br. Ólafur Helgi veitir viðtöku listaverki úr hendi Umhverfisráðherra

 
 Umhverfisráðhera Svandís Svavarsdóttir ávarpar gesti

Það var árið 1957 sem nokkrir Odfellowar gáfu Oddfellowreglunni jörðina Urriðavatn. Tæplega 400 hektara land sem nær frá núverandi Reykjanesbraut og allt að Búrfellsgjá. 

Jörðin var þá nokkuð langt frá alfaraleið, og ekkert var gert með hana í tæplega 30 ár. En uppúr 1980 var byrjað að gróðursetja tré í holtinu og um 1990 var hafist handa við byggingu golfvallar hér fyrir ofan svo kallaðan Flóttamannaveg.  Golfvöllurinn er (af fagmönnum) talinn einn sá besti á landinu og hafa ótal vinnustundir sjálfboðaliða farið í að ná þeim árangri. 

En byggðin færðist smátt og smátt nær, - og innan Reglunnar hófust umræður um hvernig breyta mætti þessu landi í fjármuni sem hægt væri að nota til að styrkja hverskonar líknar- og mannúaðarstarf, - sem er eitt af stefnumálum Oddfellowreglunnar.  En Oddfellowreglan hefur, á 110 ára starfstíma sínum hér á landi, komið að, og haft frumkvæði að, ótal verkefnum á sviði líknar og góðgerðarmála.  Auk þess að styðja líknarmál, er arði af landinu ætlað að styrkja  vísindastörf er hafa það markmið að vinna bug á sjúkdómum á Íslandi, efla lýðheilsu og taka þátt í hverju því verkefni sem er landi og þjóð til hagsbóta. 

Ávarpið í heild.