Norskir bræður í heimsókn

Vináttutengsl við erlendar Oddfellowstúkur eru ávallt af hinu góða og nýverið var hér á ferð br. Alf Robert Johansen, yfirmeistari St. nr. 27, Kong Sverre, í Tønsberg í Noregi, með það fyrir augum að efna til slíkra vináttutengsla við bræðrastúku á Íslandi.

 Svo skemmtilega vildi til að sama dag og br.Alf Robert fundaði í í Oddfellowhúsinu vegna þessa máls, bar að garði sex aðra norska Oddfellowa, og urðu þar að sjálfsögðu fagnaðarfundir.