Nýtt Regluheimili vígt á Egilsstöðum

Hið nýja Regluheimili á Egilsstöðum
Hið nýja Regluheimili á Egilsstöðum
 
 

Hið nýja Regluheimili stendur við Fagradalsbraut 25 á Egilsstöðum og hefur veirð unnið að standsetningu hússins sl. ár og hafa margar vinnufúsar hendur komið að verkefninu í sjálfboðavinnu. Húsið  er allt hið glæsilegasta og óhætt er að segja að hönnun og framkvæmdin við húsið hafi tekist frábærlega. Stjórn Stórstúku og stórembættismenn Reglunnar vígðu fundarsalinn skv. siðbók Reglunnar. Að lokinni vígsluathöfn var efnt til fagnaðar í veislusal hússins þar sem afhentar voru gjafir og flutt ávörp í tilefni dagsins. Við óskum  Reglusystkinum okkar á Egilstöðum  innilega til hamingju með nýja Regluheimilið sem á örugglega eftir að stuðla að  enn blómlegra  Oddfellowstarfi  á austurlandi og fjölgun Reglusystkina.