Oddfellowblaðið

Oddfellowblaðið er komið út, hið fyrsta sem opið er almenningi til lestrar. Verður útgáfunni framvegis háttað þannig en tvö blöð koma út á ári.

Í blaðinu er m.a. kynning á starfi Oddfellowreglunnar hér á landi, sagt frá tilurð hennar og tilgangi. Fjallað er um Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow, sem stutt hefur dyggilega við ýmis góðgerðar- og líknarfélög, m.a. líknardeildina í Kópavogi, Ljósið, Hlaðgerðarkot, Alzheimersamtökin og Parkinsonsamtökin. Greint er frá framkvæmdum á nýjum regluheimilum og viðtöl eru við Oddfellowa, ásamt margvíslegum fróðleik.

Vorblaðið (apríl 2025) má finna hér