Oddfellowhelgi á Akureyri

Það verður mikið um að vera á Akureyri um helgina en þá verða stofnaðar tvær nýjar Oddfellowregludeildir, Rb.st nr. 16 Laufey  og St. nr. 25 Rán.

 

Stofnfundir hinna nýju stúkna  verða haldnir á laugardeginum en um kvöldið verður svo hátíðarkvöldverður í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg þar sem  reglusystkin og fjöldi gesta sem verða á Akureyri af þessu tilefni fagna þessum mikla áfanga í reglustarfinu.

Laugardaginn 2. apríl verða svo Rb.búðirnar nr. 3 Melkorka stofnaðar.   það er því óhætt að fullyrða að Oddfellowstarfið blómstrar á Akureyri um þessar mundir