Oddfellowhúsið í Vonarstræti 80 ára - „Úr Tjaldi í Höll“

Húsið fullbyggt 1933
Húsið fullbyggt 1933

Sögusýning í máli og myndum.

Helgina 19. og 20. janúar n.k. verður haldið upp á 80 ára afmæli Oddfellowhússins að Vonarstræti 10 í Reykjavík með sögusýningu.
Sýndir verða hlutir sem ekki hafa áður komið fram opinberlega. Fjallað verður m.a. um „skyldu-áhaldið“ sem svo tíðrætt hefur verið um í 115 ára sögu Reglunnar í Reykjavík.

Sýningin verður formlega opnuð laugardaginn 19. janúar kl. 11:00
Fram mun koma  kór Rebekkustúkna í húsinu.
Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 11 – 17.
Hallveigarbræður munu syngja á sunnudeginum kl 12:00

Kaffiveitingar verða í boði hússins á annarri hæð.
Það er einlæg von afmælisnefndar að reglusystkyni sjái sér fært að mæta og nota þetta einstaka tækifæri til að kynna sér það frumkvöðlastarf og þá framsýni sem forfeður okkar lögðu okkur í hendur.     

Bestu kveðjur í v.k. & s.
Afmælisnefnd hússins.