Oddfellowreglan gefur 59 milljónir króna til mannúðar- og mannræktarverkefna í tilefni af 200 ára afmæli sínu

Forseti Íslands  Guðni Th. Jóhannesson, mætir til afmælishófsins. Stjórn Stórstúku tekur á móti honu…
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, mætir til afmælishófsins. Stjórn Stórstúku tekur á móti honum .


Oddfellowreglan á Íslandi á 200 ára afmæli í dag og veitti af því tilefni samtals 59 milljónir króna til styrktar þremur verkefnum félaga og samtaka sem sinna mannúðar- og mannræktarmálum.

 Þetta var tilkynnt í afmælishófi Oddfellowa í Reykjavík í dag að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

 

 

  • Kvennaathvarfið fékk 32 milljónir króna til að borga fyrir tvær íbúðir í nýju áfangaheimili sem rekið verður af sjálfseignarstofnuninni Arnrúnu.
  • Samhjálp fékk 20 milljónir króna til að ljúka uppbyggingu meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots.
  • Húsfélagið að Háaleitisbraut 13 fékk allt að 7 milljónir króna fyrir lyftu og uppsetningu hennar í húsinu.  Þar eru undir sama þaki mörg samtök og félög sem sinna velferð barna og fjölskyldna þeirra.

 

 

Minningarreitur í Laugarnesi

 Í afmælishófinu var sömuleiðis undirritaður samningur Reykjavíkurborgar og Oddfellowreglunnar um minningarreit í Laugarnesi í Reykjavík þar sem Holdsveikraspítalinn stóð. Spítalinn var gjöf danskra Oddfellowa til íslensku þjóðarinnar árið 1898.

 Þessi viðburður markar jafnframt upphafið að starfsemi Oddfellowreglunnar á Íslandi.

Oddfellowar sjá um að gera minningarreitinn og greiða framkvæmdakostnaðinn en munu síðan afhenda Reykjavíkurborg hreitinn til eignar, viðhalds og umsjónar.