Oddfellowreglan gefur Almannaheillum húsnæði til þriggja ára

Félagar í Oddfellowreglunni á Íslandi afhentu, við hátíðlega athöfn í gær, Almannaheillum nýtt skrifstofuhúsnæði til afnota í Urriðaholti. Þetta er fyrsta fasta skrifstofa samtakanna.

 

Stefnt hefur verið að formlegri vígslu húsnæðisins frá því í byrjun árs en samkomutakmarkanir hafa hamlað því.

 

Guðrún Helga Bjarnadóttir, varaformaður Almannaheilla, bauð gesti velkomna, sérstaklega fulltrúa Oddfellowreglunnar. Á eftir henni steig Steindór Gunnlaugsson, formaður Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar, í pontu og ræddi um verkefnið og tilurð þess að sjóðurinn eignist húsnæði til að gefa afnot af og þá aðstoð sem Eygló Harðardóttir fv. ráðherra aðstoðaði við að koma hugmynd í framkvæmd með því að koma okkur saman við Jónas Guðmundsson formann Almannaheilla.

Guðmundur Eiríksson stórsír Reglunnar ræddi starf Oddfellowa á Íslandi og þau fjölmörgu verkefni sem reglan hefur styrkt í þau rúmlegu 200 ár sem hún hefur starfað á Íslandi. Oddfellowreglan á Íslandi er grein af bandarísku Reglunni, sem stofnuð var árið 1819. Starfsemi Reglunnar hér á landi má rekja til þess þegar danskir Oddfellowar gáfu íslensku þjóðinni Holdsveikraspítalann í Laugarnesi í Reykjavík árið 1898.um starfsemi hennar um allt land og afhenti Jónasi Guðmundssyni, formanni Almannaheilla, gjafabréf Oddfellow.

Gjöfin felur í sér að Oddfellowreglan á Íslandi færir Almannaheillum, samtökum þriðja geirans, húsnæði að Urriðaholti 14 án leigugreiðslna til loka árs 2023.