Oddfellowreglan styrkir Reykjalund

Í tilefni af 120 ára afmæli Oddfellowreglunnar á Íslandi afhenti stórsír Reglunnar, Guðmundur Eiríksson,   Endurhæfingarmiðstöð SÍBS að Reykjalundi, styrk  að upphæð kr. 15 milljónir.  Forstjóri Reykjalundar Birgir Gunnarsson, veitti gjöfinni móttöku í hófi sem haldið var af þessu tilefni í Vonarstræit 10, sl. laugardag að viðstöddum yfirmönnum allra Regludeilda.