Oddfellowreglan styrkir Sjúkarhúsið á Akureyri

Form. Styrkar og líknarsjóðs afhendir gjöfina
Form. Styrkar og líknarsjóðs afhendir gjöfina
frá v.; Unnur Hafdís Arnardóttir (str. varastórsír) , Ásmundur Friðriksson
(br. varastórsír), Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri
bráða-, fræðslu- og gæðasviðs,  Hulda S. Ringsted
forstöðuhjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðamóttöku og
Ingvar Þóroddsson staðgengill framkvæmdastjóra lækningasviðs,
Steindór Gunnlaugsson formaður StLO, Heiðar Friðjónsson ritari StLO.

Oddfellowreglan afhenti þann 29. ágúst s.l. Sjúkrahúsinu á Akureyri vöktunarkerfi sjúklinga á slysa- og bráðamóttöku, en deildin hefur verið endurhönnuð og breytt og var hún opnuð formlega 7. september.

 Vöktunarkerfið fylgist með lífsmörkum sjúklinga svo sem púls, blóðþrýstingi, súrefnismettun, tekur hjartalínurit og sendir síðan boð í miðlægt eftirlistskerfi deildarinnar sem gerir vöktun sjúklinga betri og öruggari.

 Verkefnið hefur gengur undir nafninu,    “Oddfellowreglan tekur höndum saman” sem lýsir samtakamætti Reglusystkina til góðra verka.

 

Sjá fréttablað SAK