Opið hús hjá Oddfellowreglunni

Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunar á heimsvísu, voru  Regluheimilin  opnuð almenningi um síðustu helgi,  í fyrsta skipti í sögu Oddfelloweglunnar. Tilgangurinn með þessu heimboði,  auk þess að fagna þessum tímamótun,  var að  kynna starfsemi Reglunnar, mannræktar og líknarstörf hennar,  auk Regluheimilinna, sem eru 10 talsins  um landið. Mikill fjöldi gesta heimsótti Regluheimilin þar sem tekið var á móti  þeim með kaffi, vöfflum og kleinum. Saga Reglunnar var skýrð áhugsömum og þá voru fundarsalir opnaðir sem ekki hefur verið gert fyrr. Það er samdóma álit þeirra sem að verkefninu komu að  afskaplega vel hafi tekist til og mikil og góð stemming hafi myndast í Regluheimilunum þennan fyrsta sunnudag í september.