Píeta samtökunum afhentur styrkur

Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Píeta, stórsír, br. Guðmundur Eiríksson, Björk Jónsdóttir forma…
Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Píeta, stórsír, br. Guðmundur Eiríksson, Björk Jónsdóttir formaður Píeta samtakana, Steinn Jónsson ráðgjafi
Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar afhenti í gær, 10. janúar, Píeta samtökunum 2,5 milljóna króna styrk til reksturs samtakanna.   Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík. 

Sú hugmynd kom upp í byrjun árs 2018, hjá framkvæmdaráði StLO að hagnaður af jólakortasölu árins 2018 færi óskiptur til eins ákveðins líknarverkefnis  sem væri hugsað í aðra röndina til að auka sölu jólakorta.  
Þessi nýbreytni um að tekjur StLO renni óskiptar til valins verkefnis var kynnt á aðalfundi sjóðsins 14. apríl s.l. og  féll hugmyndin í góðan jarðveg. 
Á sama fundi var kosið um innsendar tillögur af mynd til að prýða jólakortið og er hún eftir Guðlaug Óskarsson, bróður í stúkunni nr. 8, Agli.
Að lokum var óskað eftir tillögum um verðugt líknarverkefni og kom fram tillaga um Píeta samtökin á Íslandi og var hún samþykkt.

Stórsír, br. Guðmundur Eiríksson afhenti samtökunum, fyrir hönd Styrktar- og Líknarsjóðs,  afrakstur jólakortsölunnar  að viðstöddum fulltrúum Oddfellowreglunnar og starfsmönnum Píeta á skrifstofu samtakanna að Baldursgötu.