Rebekkustúkan nr. 20, Halldóra gefur Ljósmæðravakt HSU fæðingalaug.

Rebekkustúkan nr. 20, Halldóra var stofnuð 4. desember 2021 af 40 konum sem koma víðsvegar af Suðurlandi og er fjórða stúkan innan Oddfellowreglunnar sem starfar á Selfossi.

Oddfellowreglan starfar alla daga ársins að líknamálum og er sterkur bakhjarl fjölda verkefna um allt land. Oddfellow stúkurnar hér á Selfossi hafa staðið fast að baki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í gengum árin og gáfu á sínum tíma allar innréttingar og vinnu við standsetningu á Kapellu spítalans, auk fjölda annarra gjafa á liðnum árum.

Í tilefni af eins árs afmæli Halldóru þann 4.desember síðast liðinn var samþykkt að gefa kr. 600.000- til Ljósmæðravaktar HSU til kaupa á „Birth pool in Box, mini“ eða fæðingalaug sem er flytjanleg milli staða ásamt öllum fylgibúnaði.

Ljósmæðravakt HSU þjónustar konur um allt Suðurland ásamt Vestmannaeyjum og er það okkur öllum mikilvægt sem búum á þessu svæði að öll aðstaða og búnaður sé fyrsta flokks og að þjónustan verði styrkt og efld eins og kostur er. Við Halldórusystur ákváðum á fundi okkar að gefa fyrstu gjöf stúkunnar til Ljósmæðravaktarinnar til að standa að baki þessar þjónustu.