Regluheimilið Stjörnusteinar á Selfossi tekið í notkun

Andyri Oddfellowheimilisins á Selfossi
Andyri Oddfellowheimilisins á Selfossi
Þann 11.september 2010 tóku Rbst. nr.9  Þóra og Br.st. nr.17 Hásteinn á Suðurlandi í notkun  ný og glæsileg húsakynni  en viðbygging var reist við regluheimilið Stjörnusteina viðVallholt  á Selfossi.

Viðbyggingin er um 120 ferm. að grunnfleti þ.e. 240 ferm. á tveimur hæðum. Að auki um 70 ferm. nýtanlegt pláss á þriðju hæð nýbyggingarinnar.Þar við bætist  100 ferm útisvæði (svalir) sem fengust þegar meðeigandi að húsinu byggði einnig við. Eldri hlutinn er tæpir 300 ferm. Það er því um umtalsverða stækkun að ræða.

 Viðstaddir athöfnina voru  auk stúkusystkina og maka þeirra, Hvl.Stórsír Stefán B.Veturliðason og frú ásamt stórstúkustjórn og mökum.

 Svo skemmtilega  vildi til að nú eru  nákvæmlega 20 ár liðin frá stofnun stúknanna, en þær voru stofnaðar í Oddfellowhúsinu í Reykjavík þann 8. Sept. 1990.

Stúkurnar festu fljótlega kaup á húsnæði sem hlaut nafnið Stjörnusteinar og var það húsnæði um  295 ferm á tveimur hæðum.

Haustið 2008 skipuðu stúkurnar sameiginlega nefnd, Regluheimilisnefnd, sem skyldi fara yfir húsnæðismál  stúknanna og gera  tillögur um úrbætur.

Nefndin  skipuðu:  Guðrún Snæbjörnsdóttir, Lovísa Axelsdóttir og Svanborg Egilsdóttir frá Þóru og Guðmundur Búason, Guðni Torfi Áskelsson og Kjartan Björnssonfrá Hásteini.

Auk þess störfuðu Ym stúknanna þau Gróa Dagmar Gunnarsdóttir og Guðmundur Svavarsson með nefndinni. Eftir stjórnarskipti í stúkunum í janúar 2010 komu síðan nýir Ym til starfa með nefndinni, þau Sigríður Guttormsdóttir og Bjarni Kristinsson. Auk þess starfaði Gróa áfram með nefndinni. Br.Þröstur Hafsteinsson kom svo  í nefndina í stað Guðna Torfa Áskelssonar. Guðmundur Búason var kosinn formaður.

Eftir skoðun á ýmsum hugmyndum lagði Regluheimilisnefndin  til að byggt yrði við regluheimilið Stjörnusteina og var það samþykkt í báðum stúkunum. Bygginarleyfi lá fyrir í byrjun ágúst og þann 20.ágúst 2009 var fyrsta skóflustungan tekin og framkvæmdir þar með hafnar. Arkitekt var ráðinn Br. Magnús H. Ólafsson í stúkunni nr.8 Egll á Akranesi.  Verkinu var skipt í þrjá áfanga:

1.      Uppsteypa og fullnaðarfrágangur á öllu húsinu að utan.

2.      Innréttingar og frágangur innanhúss í nýja hlutanum, ásamt endurnýjun á eldri húsakynnum, að undanskildum fundarsal stúknanna.

3.      Endurnýjun á fundarsal.

Um 1. áfangann var samið  við Stoðverk ehf. sem br.Kjartan Björnsson er eigandi að og var hann einnig ráðinn byggingastjóri.

Í Hásteini eru meistarar (handverksmenn) á nánast öllum sviðum og tóku þeir að sér allar framkvæmdir innanhúss, hver á sínu sviði. Br. Kjartan Björnsson er rafvirkjameistari og sá um þann hluta, ásamt br.Gísla J. Gíslasyni, sem einnig er rafvirkjameistari. Br. Helgi Þorsteinsson, múrarameistari sá um allt múrverk, flísalagnir og tilheyrandi. Br.Steindór Pálsson málarameistari sá um alla málningarvinnu og tilheyrandi. Br. Bjarni Kristinsson Ym. sá um alla lagnavinnu og það sem því tilheyrir. Br. Þröstur Hafsteinsson blikksmíðameistari annaðist smíði og uppsetningu á loftræstingu, auk þess að sjá um klæðningu utan. Þá annaðist hann smíði og uppsetningu á öllu sem snýr að eldhúsi, bar o.fl. auk smíði og uppsetningu á stiga upp á þriðju hæðina. Br. fm. Hörður Stefánsson rafsuðumeistari sá um alla suðuvinnu við sálbita sem setja þurfti upp til að styrkja loft. Mikið sjálfboðaliðastraf var einnig unnið af mörgum stúkusystkinum.

Smíði á hurðum og innréttingum annaðist Trésmiðjan Alfa ehf. á Akureyri,

Nýir ál/trégluggar eru í öllu húsinu, smíðaðir í Gluggasmiðjunni í Reykjavík. Gluggasmiðjan smíðaði glæsilegu útidyrahurð. Allar flísar eru frá Álfaborg ehf. Gólfteppið er frá  Stepp ehf. Ný lyfta erfrá HM-lyftum í Kópavogi. Hagstæðir samningar náðust við Bykó hf. og þaðan erru  nánast allar almennar byggingavörur. Frá upphafi nutu stúkurnar mikils stuðnings frá yfirstjórn Reglunnar, fyrst undir forystu fyrrum Stórsírs, Gylfa Gunnarssonar og síðan undir forystu núverandi Stórsírs, Stefáns B.Veturliðasonar.