Saga Styrktar- og Líknarsjóðs komin út

Kæru Reglusyskin.
Traustir hlekkir, bókin okkar um sögu sjóðsins í 60 ár og líknarverkefni Reglunnar á fyrri tíð er komin út. Þetta er mikið rit, ríflega 330 bls, mikið myndskreytt og við Oddfellowar getum verið stolt af rótum okkar og sögu sem hefur ekki verið rakin heildstætt fyrr en í þessu riti.
Bókin er til sölu í stúkunum og eru fulltrúar StLO með nafnalista þar sem Reglusystkin geta skráð sig og verða bækurnar afgreiddar til stúkna samkvæmt þeim listum. Bókin kostar kr. 8000.- og af hverri bók fara kr. 2000.- til stúkunnar.
Pantanir frá stúkum má senda á netfangið: stlo@oddfellow.is

Auglýsing....