Samkeppni um jólakortið 2017

Í ár eru 120 ár liðin frá stofnun Reglunnar á Íslandi með stofnun st. nr. 1, Ingólfs og 100 ár frá stofnun Reglunnar á Norðurlandi með stofnun st. nr. 2. Sjöfn á Akureyri, ef það skyldi vera innblástur fyrir höfunda við hönnun kortsins en er þó ekki skilyrði.
Tillögur ásamt upplýsingum um höfund skal senda til framkvæmdaráðs StLO á netfangið: stlo@oddfellow.is fyrir 5. apríl n.k.

Innsendar tillögur verða kynntar undir nafnleynd á aðalfundi sjóðsins þann 7. apríl n.k. þar sem kosið verður um jólakortið 2017.