Samráðsfundur yfirmanna Búða í september.

 

Einnig í ljósi þeirra breytinga sem nú er verið að gera í Ob. var að þessu sinni kallaðir til fyrirlesarar erlendis frá. Það var undirbúningsnefndinni kunnugt að Norðmenn hafa verið að endurskoða og lagfæra starfið í Búðum hjá sér. Þeir hafa sótt í gögn frá upphafi Búðarstarfs til Ameríku og tekið mið af því. Því þótti það við hæfi að fá til landsins ritstjóra norska Oddfellowblaðsins br. Kjell Henrik Hendrich og stórfulltrúa Rbb. nr. 1 Oslo Anne Kathrine Bergenhus.

Kjell Henrik Hendrich hefur skrifað rit um skilgeiningu á Búðum og er höfundur að fleiri ritum Reglumál.

Anne Kathrine Bergenhus hefur starfað í nefndum og fyrir Oddfellowregluna í Noregi og verið með í að útfæra þær breytingar sem gerðar voru innan Rbb.

Fundurinn þótti takast vel og var mjög fróðlegt að hlusta á ritstjóra Oddfellowblaðsins og hans skilgreiningar.

Vill undirbúningsnefndin þakka þeim sem studdu okkur og gerðu það kleift að þessum fyrirlestrum gat orðið.