Samskipti Regludeilda rædd á yfir- og undirmeistarafundi

Vonarstræti 10
Vonarstræti 10

Fundur yfir- og undirmeistara var haldinn í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti dagana 2. og 3. september sl. Um 90 bræður og systur sóttu fundinn, sem hófst á föstudegi klukkan 17:00, með leiðtoganámskeiði í boði Stórstúkunnar.  Br. Reynir Kristinsson stýrði námskeiðinu, sem hann nefndi "Stjórnandinn – leiðtoginn - yfirmeistarinn". Á námskeiðinu var unnið í hópum  og umræður frjálsar um þau álitamál sem upp komu á glærum þeim, sem námskeiðið byggði á. Námskeiðinu lauk um klukkan  21:00.

 
 
 
Á laugardag hófst dagskrá kl. 10:00 og voru ýmis málefni tekin fyrir, svo sem hvernig tekist hefur til með stuðning stúkna við nýstofnaðar stúkur á Austurlandi, samskipti stúkna í dreifbýli og þéttbýli. Ennfremur var rætt um samskipti við erlendar Regludeildir. Styrkja- og gjafamál voru tekin fyrir og einnig brotthvarf úr reglunni og nýliðun.

 Að loknum hádegisverði á laugardag kynntu nýkjörnir embættismenn Stórstúkustjórnar sig fyrir fundargestum og gerðu grein fyrir stefnumótun, reikningsfærslum og almennum áherslum Stórstúkunnar til ársins 2015. Að því loknu gafst fundargestum tækifæri til að leggja spurningar fyrir stjórnarfólk.

 

 

  Eftir stutt kaffihlé skiptust fundargestir í tvo hópa, þar sem systrastúkurnar ræddu sín sérmál og bræðrastúkurnar ræddu sína sérstöðu og áherslur. Fundi var slitið kl. 17:00 og þá hafði verið ákveðið að næsti fundur yrði haldin á Selfossi síðustu helgina í ágúst 2012. Fundarritarar á þesum fundi voru Bryndís Bragadóttir, Rbst. nr 5, Ásgerði, og Hafsteinn Guðjónsson, St. nr. 20, Baldri. Fundarstjóri var Guðmundur Óli K. Lyngmó, St. nr. 6, Gesti.