Sjálfboðavinna hafin við endurbætur á 3. hæðinni í St. Jósefsspítala

Í dag,  laugardaginn 23. janúar 2021, mættu 36 br. úr sjö stúkum til niðurbrots á hlöðnum milliveggjum á þriðju hæð St. Jósefsspítala. Bræður komu frá st. nr. 5; 9; 12; 14; 21; 26; og 27. Allir hlaðnir milliveggir voru brotnir niður og múrbroti ekið á hjólbörum út í gáma alls um 16 m3, um 24 tonn.

Þá var rifinn upp gólfdúkur af skurðstofu um 40 m2. Hópurinn skilaði 145 stundum í vinnu.Nú er aðeins eftir að saga steinsteypta veggi ca. 5m3, verður sagað í næstu viku og rífa upp gólfdúka sem verður gert með vélum. Að því loknu hefst vinna við enduruppbyggingu, sem fellst í  fínþrifum, múrverki, viðgerðum á veggjum og grunnunn flata.