Söngsveit Oddfellowa

Myndin er af drengjakór st. nr. 10 Þorfinns karlsefnis
Myndin er af drengjakór st. nr. 10 Þorfinns karlsefnis
Á árunum um og eftir 1980 var á dögum Söngsveit Oddfellowa sem systir Snæbjörg Snæbjarnardóttir stjórnaði af sínum alkunna dugnaði og skörungsskap.

 

Söngsveit Oddfellowa

Ágæti lesandi.

Á árunum um og eftir 1980 var á dögum Söngsveit Oddfellowa sem systir Snæbjörg Snæbjarnardóttir stjórnaði af sínum alkunna dugnaði og skörungsskap.
Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki tekist að hafa upp á gögnum sem til voru um starf Sveitarinnar, m.a. fundargerðabók, ljósmyndum og kynningarblöðum frá tónleikum. Undirritaður var einn af þeim lánssömu sem fékk að vera með í nokkuð fjölmennum hópi systra og bræðra í Söngsveitinni og biðlar nú til þeirra sem hafa einhver gögn undir höndum, eða vitneskju um Söngsveitina, að hafa samband. Vitað er að  Söngsveitin kom fram við ýmis tækifæri, til dæmis í Dómkirkjunni 1980, í Bústaðakirkju 1981 og á Kjarvalsstöðum í tilefni af merkisafmæli Sigfúsar Halldórssonar.
Tilgangurinn er að safna saman og hafa aðgengilegar, t.d. í Blaðinu okkar og á heimasíðunni, upplýsingar um merkilegan þátt í sögu Reglunnar með ósk og von um að einhvern tíman verði þráðurinn tekinn upp að nýju.

Í v, k og s, Ólafur S. Björnsson, br. í st. nr. 9, Þormóði goða.

Tölvupóstur olsbj@simnet.is og sími 8612915.