St. nr. 26, Jón forseti stofnuð

Sturla gunnarsson YM. ávarpar hátíðarsamkomuna
Sturla gunnarsson YM. ávarpar hátíðarsamkomuna
Laugardaginn 22. október sl. var haldinn stofnfundur nýrrar regludeildar, st. nr. 26 Jón forseti. Stofnfélagar voru 41 talsins og hefur þessi nýja stúka aðsetur í Regluheimilinu í Reykjanesbæ. Stofnfundurinn fór fram á Vonarstræti 10 með hátíðarfundi en að honum loknum voru embættismenn settir í embætti hinnar nýju stúku.  
 
 Hávl br. Stórsír ávarpar gesti
 
 Hávl. br varastórsír óskaði nýrri stúku velfarnaðar
Gestir á hátíðarfundi sem var fjölmennur voru Stórstúkustjórn, fulltrúar regludeilda ásamt mökum. Hávirðulegur stórsír færði bræðrum í Jóni forseta árnaðaróskir fyrir hönd Stórstúkunnar og þakkir fyrir þann dugnað og frumkvæði sem einkennt hefur stofnun stúkunnar.
Hávl. stórsír þakkaði Njarðarbræðrum og nefndi að kraftmikið starf Njarðarbræðra hefur nú getið af sér nýja stúku. þetta er heillaskref Reglunni til heilla. Þá þakkaði Hávl. stórsír br. fyrrum varastórsír Júlíusi G. Rafnssyni fyrir veittan stuðning við stofnun stúkunnar.


YM st. nr. 26, Sturla Gunnar Eðvarðsson byrjaði á að þakka hávl. stórsír og stórembættismönnum fyrir virðulegan, hátíðlegan og áhrifaríkan stofnfund og innsetningu embættismanna og sagði þessa hátíðarstund verða bræðrum eftirminnileg.
"Vegferð Jóns forseta byrjaði sem lítill sólargeisli í hugum framsýnna reglubræðra og nú skín afrakstur þeirra Oddfellowhugsjóna hátt á lofti hér í Sólarsal Oddfellowreglunnar í þeim sal sem sólin hnígur aldrei til viðjar".

Yfirmeistari þakkaði það traust sem honum og nýjörinni stjórn er sýnt af stofnfélögum stúkunnar. Hann er þess einnig fullviss að við munum njóta leiðsagnar, stuðnings og aðhalds frá öðrum regludeildum.

 

Hávl. str. varastórsír Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir
ásamt eigninmanni sínum Sigurjóni Bolla Sigurjónssyni

 
 
Yfirmeistari þakkaði sérstaklega hávl. Stórsír og Stórstúkustjórn, br. fyrrum varastórsír Júlíusi G. Rafnssyni, Ránarbræðrum og stjórnar st. nr. 13 Njarðar fyrir alla þá aðstoð og velvild sem stúkan nr. 26. Jón forseti hefur notið.


 Að fundi loknum var gestum boðið að þiggja veitingar á 2. hæð þar sem sem flutt voru ávörp og hin nýja stúka tók á móti gjöfum og heillaóskum. Þar flutti meðal annara ávarp virðulegur bróðir yfirmeistari í st. nr 13, Beneikt Jónsson. Bar hann góðar kveðjur til stúku bræðra og benti að þessi dagur var í samhengi við þann kraft sem einkennt hefur starfið á Suðurnesjum.

Að lokum var gestum boðið að sitja kvöldverð með bræðrum hinnar nýju stúku. Þar fluttu meðal annarra ávarp þeir Hávirðulegur varastórsír Ásmundur Friðriksson. Hávl. fyrrum varastórsír Júlíus Rafnsson, nú Stórfulltrúi stúkunnar nr. 26 Jóna forseta, Yfirmeistari stúku nr. 26 Jóns forseta, Sturla Gunnar Eðvarðsson og Undirmeistari stúku nr.26 Jóns forseta Georg Arnar Þorsteinsson.