Stækkun Líknardeildarinnar í Kópavogi

Fallegur dagur á Líknardeild
Fallegur dagur á Líknardeild

Málefni Líknardeildarinnar í Kópavogi eru okkur Oddfellowum mjög hugleikin.  Við erum stolt af því frumkvæði sem Reglan sýndi í tilefni af eitt hundrað ára afmæli hennar árið 1997, með því að taka uppbyggingu deildarinnar alfarið að sér.  Í framhaldi af því hefur Oddfellowreglan komið upp kapellu, göngudeild og unnið ýmis önnur smærri verkefni. Kynning á verkefninu er aðgengileg á Power point á Innri síðu.

Í umræðu síðustu vikna hefur komið fram að fyrirhugað er að stækka Líknardeildina í Kópavogi og flytja starfsemi Líknardeildar á Landakoti í Kópavog.

 
 Í anddyri Líknardeildar er skjöldur sem settur var upp
í tilefni af gjöf Odddfellowreglunna á 100 ára afmælinu

Fjölmörg Reglusystkin hafa komið að máli við mig og lýst yfir yfir áhuga á að fylgjast með hvað stendur til að gera í Kópavogi.  Nú hafa stjórnendur Landspítala kynnt verkefnið fyrir stjórn Stórstúkunnar ásamt framkvæmdaráði og fjárhagsráði StLO. Formaður StLO ásamt stórféhirði kynntu verkefnið á fundi ym og um í Vonarstræti í gær og kom þar fram mikill áhugi á því að taka þátt í verkefninu.  Verður það nú kynnt í Regludeildum og hefur kynningarefni verið komið á innri vef, sem Regludeildir geta nýtt sér til kynningar á verkefninu.  Þess skal getið að kostnaðaráætlanir sem koma fram í kynningargögnum eru foráætlanir sem á eftir að vinna frekar.

Það er álit stjórnar Stórstúkunnar, framkvæmdaráðs StLO og fjölda annarra Reglusystkina sem hafa tjáð sig um þetta verkefni, að hér sé kjörið tækifæri fyrir Reglusystkin til að sameinast í að leggja þessu góða málefni lið, með sjálfboðaliðavinnu og eða fjárframlögum.

Ég tel að stuðningur Oddfellowreglunnar við Líknardeildina í Kópavogi, sé eitt best heppnaða verkefni Reglunnar síðustu áratuga.

Stefán B Veturliðason
stórsír