Stofndagur Rebekkubúða nr. 5, Karitasar var haldinn 4. nóvember 2017.

Merki Rbb. nr. 4 Karitas
Merki Rbb. nr. 4 Karitas

Stofnun Rebekkubúða nr. 5, Karitasar og innsetning embættismanna fór fram í Sólarsal í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti, Reykjavík.

Sól skein á himni þennan dag og mikil eftirvænting lá í loftinu þegar brosandi og glaðir matríarkar tóku að streyma í hús.

Hátíðarbragur og virðuleiki var yfir athöfninni og verður hún öllum ógleymanleg sem viðstaddir voru.  Þetta var fyrsta innsetning nýrrar Stórstúkustjórnar og nýkjörins stórsírs Guðmundar Eiríkssonar.  Þá var einnig viðstaddur athöfnina stórsír Evrópu, Stefán B. Veturliðason.

Stofndagur Rebekkubúða nr. 5 - Karitas

 

 

 

 

 

 

 

 

Að athöfn lokinni var móttaka í Fólkvangi undir styrkri stjórn 1. matríarka Helgu Ragnarsdóttur. Flutt voru ávörp og höfðinglegar gjafir bárust. Hjörtur Guðbjartsson og Gunnar Gröndal skemmtu gestum með hljóðfæraleik.

 

Fyrsta stjórn búðanna er skipuð eftirtöldum matríörkum:

Höfuðmatríarki, Elsa Ína Skúladóttir
Æðsti prestur, Fanney Proppé Eiríksdóttir
1. matríarki, Helga Ragnarsdóttir
Bókari, Petrína Helga Ottesen
Reikningshaldari, Rut Ragnarsdóttir
Gjaldkeri, Eyrún Þóra Guðmundsdóttir
Starfandi fm. höfuðmatríarki er Svanhildur Geirarðsdóttir

Stjórn Karitas