Stofnfundur Ob. nr. 6, ODDI, I.O.O.F.

 Það er athyglisvert að á 22 árum frá stofnun stúknanna Þóru og Hásteins hafa verið stofnaðar tvær Regludeildir til viðbótar á Selfossi. St. nr. 28, Atli I.O.O.F. og nú búðirnar Oddi. Það er vel við hæfi að nefna búðirnar eftir hinu mikla höfuðbóli á Rangárvöllum Odda en þar sat Sæmundur fróði, en stúka með hans nafni var nýlega stofnuð í Reykjavík. Það er menn sanni að segja að mikil gróska sé í Oddfellowstarfinu á Suðurlandi og gera má ráð fyrir að 300 Oddfellowar sæki þar fundi í hverjum mánuði. Það ber vott um styrka stöðu Reglunnar á Suðurlandi og á landsvísu. Stórstúkustjórn óskar Reglunni og stofnfélögum Odda til hamingju á þessum merku tímamótum og óskar patríörkum góðs gengis.

Mynd af stofnfélögum Ob. nr. 6 Oddi er á Innri síðu

Ásm. Fr.