Stofnun Matriarchs Militant Canton nr. 1, Heklu

Þrír frumkvöðlar kvennadeildar Canton á Íslandi ásamt tveimur dönskum riddurum, Mary Lind Vestergaar…
Þrír frumkvöðlar kvennadeildar Canton á Íslandi ásamt tveimur dönskum riddurum, Mary Lind Vestergaard og Ingelise Larsen.
Laugardaginn 20. nóvember s.l. var enn á ný brotið blað í sögu Oddfellowreglunnar á Íslandi er stofnuð var Canton deild fyrir matríarka sem ber nafnið Hekla. Stofnfundur var haldinn í Sólarsal í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti 10, að viðstöddum fjölda erlendra gesta auk stjórnar Patriarchs Militant Canton nr. 1, Njáls, stjórn Deildarráðsins á Íslandi og eins fyrrum kapteins.

Hinir tuttugu og fjórir íslensku matríarkar sem stóðu að stofnun Matriarchs Militant Canton nr. 1, Heklu,

 
 Danskir gestir, yfirmenn Canton deilda í Danmörku
 

 Riddarar Unnur Hafdís, Guðrún, Elsa Ína, Ragnheiður 

og Svanhildur

höfðu allir farið til Danmerkur og tekið Canton stigið þar. Við stofnun Canton nr. 1, Heklu voru fjölmargir gestir frá Danmörku, riddarar úr báðum Matriarchs Militant Canton deildunum þar, margar ásamt mökum sínum, auk núverandi yfirmanna Canton í Danmörku og fyrrverandi yfirmanna þar auk æðsta yfirmanns Canton í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni sem einnig er háttsett innan Canton í Bandaríkjunum.

Patriarchs Militant (PM) og Matriarchs Militant (MM) er heiti alþjóðlegrar stofnunar innan Reglunnar þar sem félagar bera einkennisklæðnað og kallast deildirnar Canton.

Á Íslandi eru nú tvær Canton deildir, Patriarchs Militant (PM), Canton nr. 1, Njáll, sem stofnuð var 20. nóvember 1961 og nú Matriarchs Militant (MM), Canton nr. 1, Hekla. Yfirstjórn deildanna er svokallað Deildarráð en stórsír skipar æðsta embætti innan stofnunarinnar og kallast hershöfðingi (Commander in Chief). Félagar Patriarchs Militant og Matriarchs Militant kallast riddarar og koma þeir úr röðum patríarka og matríarka. Til að geta orðið riddari þarf Reglusystkini að hafa verið með æðsta stig búða í minnst þrjú ár og sýnt Reglustarfinu áhuga. Patríarkar og matríarkar eru kallaðir til Canton og ekki er hægt að sækja um að gerast riddari. Canton stigið er aðeins eitt, Patriarchs Militant og Matriarchs Militant stigið.

Yfirmaður Canton deildar kallast kapteinn og leiðir hann starf deildarinnar á svipaðan hátt og yfirmeistari gerir í stúkum. Allt fundarform einkennist af yfirbragði hernaðar.

Patriarchs Militant á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna eins og allar aðrar stofnanir Oddfellowreglunnar og upphaf þess er frá lokum borgarastríðsins þar 1885.

Patriarchs Militant deildir eru í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Íslandi og hafa starfað í þessum löndum í yfir 120 ár nema á Íslandi í 49 ár.

Það var svo 17. maí 2002 sem fyrsta kvennadeild Canton var stofnuð og var það í Danmörku og ber hún nafnið Matriarch Militant Canton nr. 1, Justitia. Þremur árum síðar var stofnuð önnur deild þar í landi, Matriarch Militant Canton nr. 2, Victoria. Nýstofnuð kvennadeildin á Íslandi er því þriðja Matriarch Militant deildin sem stofnuð er í heiminum.

Markmið Canton deilda er að vinna að almennu réttlæti og útbreiðslu á kenningum Reglunnar á friðsaman hátt eins og segir í einkunnarorðum Canton:

PAX AUT BELLUM – JUSTITITA UNIVERSALIS

í stríði og friði – almennt réttlæti

Upphafið að stofnun kvennadeildar Canton hér á landi var það að þrír matríarkar, þær Árný J. Guðjohnsen, varastórsír, Guðlaug Björg Björnsdóttir, stórritari og Ásgerður Geirarðsdóttir, þáverandi stórmarskálkur, fóru í október 2007 til Silkeborgar í Danmörku og tóku Canton stigið þar í MM Canton nr. 1, Justitia. Ári síðar, eða í október 2008, fór hópur 10 matríarka til Danmerkur og tóku þær Canton stigið í Kaupmannahöfn í MM Canton nr. 2, Victoria og síðasti hópurinn fór síðan í janúar 2009 til Horsens og tók Canton stigið í MM Canton nr. 1, Justitia. Hafa þessir riddarar sem nú eru stofnendur MM Canton nr. 1, Heklu, á Íslandi, því lagt heilmikið á sig til að öðlast þetta æðsta stig Oddfellowreglunnar og við undirbúning stofnunar deildarinnar hér á landi og varið í það bæði miklum tíma og fjármunum.

Sjá nánar á Innri síðu