Stofnun nýrra Rebekkubúða á Akranesi

Bréf voru send til Rbb. nr. 1, Þórhildar og Rbb. nr. 2, Þórunnar í mars s.l., þar sem sagt var frá því að stofnun nýrra búða stæði fyrir dyrum og matríarkar hvattir til þess að gerast stofnendur.
Í framhaldi af því var haldinn opinn kynningarfundur á Akranesi 19. maí s.l., en nú er komið að fyrsta fundi þess hóps sem þegar hefur ákveðið að taka þátt í stofnun nýju búðanna. Þó svo að Regludeildir hér á landi séu komnar í sumarleyfi, þá er nauðsynlegt að hópurinn komi saman til þess að ræða ýmis mál, s.s. nafn, stofndag, fundardag, fundartíma og sitthvað fleira.

Verður fundurinnn haldinn í Oddfellowhúsinu á Akranesi miðvikudaginn 18. júní n.k. og hefst kl. 19.

Þeir matríarkar sem hafa áhuga á að bætast í hópinn, endilega hafi samband við Unni H. Arnardóttur í síma 847-2413 eða með tölvupósti á póstfangið unnur@simnet.is sem fyrst, en auðvitað verður svo hægt að bætast í hópinn alveg fram að stofnun.