Stórsírar Norðurlandanna funduði á Íslandi - kolefnisjafnað á golfvellinum....

Stórsír íslensku Oddfellowreglunnar Guðmundur Eiríksson tekur til hendinni og gróðursetur tré fyrir …
Stórsír íslensku Oddfellowreglunnar Guðmundur Eiríksson tekur til hendinni og gróðursetur tré fyrir hönd Íslands

Stórsírar Norðurlandanna, Kai Erik Johanson frá Finnlandi, Erling Stenholdt Poulsen frá Danmörku, Morten Buan frá Noregi , Björn Boström frá Svíþjóð og Guðmundur Eiríksson frá Íslandi,  héldu árlegan fund sinn á Akureyri um helgina. Áður en flogið var norður, áttu hinir norrænu gestir og makar þeirra ánægjulega kvöldstund á golfvelli Oddfellowa, Urriðavelli,  en þar voru gróðursett  5 tré, eitt fyrir hvert Norðurlandanna og af því loknu var boðið upp á glæsilegan kvöldverð í golfskálanum.