Stúkur á Akureyri styrkja Jólaaðstoð 2020

Stúkur á Akureyri afhentu á dögunum gjafabréf vegna Jólaaðstoðar 2020 að upphæð kr. 3.000.000.- Að Jólaaðstoð 2020 á Eyfjarðarsvæðinu standa Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn,  Mæðrastyrksnefnd og Rauði krossinn. Fyrir hönd stúkna afhentu þeir bræðurnir  Örn  Stefánsson ym. St. nr. 2 Sjafnar og Karl Eskil Pálsson um St. nr. 2 Sjafnar, gjafabréfið. Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri hjá Rauða krossinum tók við þessari rausnarlegu gjöf fyrir hönd Jólaaðstoðar 2020.  Að gjöfinni stóðu St. nr. 2, Sjöfn, Rbst. nr. 2, Auður, St. nr. 15. Freyja, Rbst. nr. 16, Laufey, og St. nr. 25, Rán.