Stúkur á Akureyri styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar

Oddfellowstúkur á Akureyri veittu Velfjarðarsjóði Eyjafjarðar veglegan styrk á dögunum. Styrkurinn sem nemur 3,3 milljónum króna var afhentur í Oddfellowhúsinu  að Sjafnarstíg  á Akureyri. Örn Stefánsson yfirmeistar st. nr. 2, Sjafnar og  Anna Þóra Baldursóttir yfirmeistari Rbst. nr. 2, Auðar, afhentu  fulltrúum Velferðarsjóðs, styrkinn.  Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd og formaður Velferðarsjóðsins, og Elín Kjaran foringi í Hjálpræðishernum veittu styrknum móttöku..

Sjá frétt um stofnun Velferðarsjóðs...