Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa afhendir 3. hæðina á St. Jósefsspitala
Það ríkti mikil hátíðarstemming sl. föstudag þegar Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa afhenti formlega 3. hæðina á St. Jósefsspítala til Alzheimer samtakanna annarsvegar og Parkison samtakanna hinsvegar. Samtökin deila með sér þriðju hæðinn til helminga fyrir starfsemin sína. Í máli formanna beggja félaganna kom fram mikið þakklæti og ánægja með þetta örlæti Oddfellowreglunnar, og að samtökin skuli nú hafa slíka glæsiaðstöðu fyrir sína starfsemi. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan í ársbyrjun 2021 og hafa fjölmörg Reglusystkin lagt hönd á plóg í sjálfboðavinnu. Öll framkvæmdin hefur verið undri dyggri stjórn Magnúsar Sædal, ásamt Pétri Haraldssyn en báðir eru þeir félagar í Oddfellowreglunni. Í hófi sem haldið var af þessu tilefni fór Steindór Gunnlaugsson, formaður framkvæmdaráðs Styrktar- og Líknarsjóðs yfir sögu framkvæmdanna en stórsír Oddfellowreglunnar, Guðmundur Eiríksson afhenti síðan forsvarsmönnum samtakanna beggja hjúsnæðið með borðaklippingu. Kostnaður við framkvæmdina nam 180 milljónum króna og er húsnæðið allt hið glæsilegasta og er algjör bylting í starfsemi þessara samtaka einsog kom fram í máli formanna þeirra. Margar Regludeildir Oddfellowreglunnar gáfu síðan margskonar húsbúnað til samtakanna. Óhætt er að segja að Oddfellowar geti gengið stoltir frá borði eftir þetta glæsilega framtak Styrktar og Líknarsjóðs.