Styrktar- og líknarsjóður styrkir Alzheimer- og Parkinson samtökin

Sl. laugaradag var haldinn haustfundur Styrkar- og líknarsjóðs Oddfellowa og m.a. samþykkt tillaga framkvæmdaráðs um að styðja Alzheimar- og Parkinsonsamtökin með því að endurinnrétta alla 3. hæðina, um 530 m2, í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. 

Alzheimersamtökin munu opna stuðningsmiðstöð til að veita þjónustu þeim sem greinast með heilabilun, 65 ára og yngri og aðstandendum þeirra.

Parkinsonsamtökin munu opna parkinsonsetur til að aðstoða fólk með parkinsonveiki og aðstandendur þeirra, að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja með sérhæfðri endurhæfingu og raddþjálfun.

Á 2. hæð er í dag rekið Lífsgæðasetrið sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og ljóst að samlegðaráhrifin verða mikil með komu samtakanna í bygginguna.

Fyrr um daginn var fulltrúum boðið í heimsókn í skipulögðum hópum að skoða húsnæðið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði undir leiðsögn br. Magnúsar Sædal og fulltrúa samtakanna og að þá var opið hús í leiguhúsnæði sjóðsins að Urriðaholtsstræti 14 þar sem framkvæmdaráð StLO tók á móti gestum en verið er að innrétta fyrir Almannanheillum, regnhlífasamtaka sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu án hagnaðarsjónarmiða. 

Haustfundurinn var vel sóttur á netinu og samþykktin einhuga og við Oddfellowar göngum stolt til aðventunar.

 

Hlusta á viðtal við Rósu Guðbjartssdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar um  framtakið