Styrkur afhentur Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna

Guðmundur Eiríksson stórsír afhenti Rósu Guðbjartsdóttur formanni stjórnar SKB gjafabréfið
Guðmundur Eiríksson stórsír afhenti Rósu Guðbjartsdóttur formanni stjórnar SKB gjafabréfið

Í gær afhenti Oddfellowreglan á Íslandi afrakstur sinn af jólakortasölunni,  en jólakortið 2020 var helgað SBK, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

Alls seldust um 8000 jólakort auk 6000 merkispjalda og er afrakstur StLO samtals 1,7 mkr sem var afhent í gær.

Að auki seldu samtökin SKB um 2000 jólakort og rétt yfir 2000 merkispjöld

Guðmundur Eiríksson stórsír afhenti Rósu Guðbjartsdóttur formanni stjórnar SKB gjafabréfið og má sjá meðfylgjandi mynd af því.