Styrkur frá Rbb. nr. 1, Þórhildur til Píeta samtakanna

Eftir búðafund Rbb. nr. 1, Þórhildar sl. laugardag, afhenti hm., Halla Bachmann Ólafsdóttir, kr. 1.500.000 styrk til Píeta samtakanna í tilefni af nýliðnu 40 ára stofnafmæli búðanna. Benedikt Þór Guðmundsson veitti styrknum móttöku og kynnti starfsemi samtakanna. Þakkaði hann af alhug styrkinn, sem kæmi sér afar vel. Lýsti hann einnig þakklæti fyrir stuðning Oddfellowreglunnar gegnum árin en Reglan hefur stutt við Píeta samtökin með ýmsum hætti.