Styrkur til Arnarskóla

Frá vinstri:
Kjartan Flosason, ym. st. nr. 21, Þorláki helga
Berta Kolbrún Gunnarsdóttir ym. Rbst.…
Frá vinstri:
Kjartan Flosason, ym. st. nr. 21, Þorláki helga
Berta Kolbrún Gunnarsdóttir ym. Rbst. nr. 12, Barböru
Guðrún Hrefna Sverrisdóttir, um. Rbst. nr. 14, Elísabet
Hannes Siggason, ym. st. nr. 14, Bjarna riddara
Atli Magnússon, Arnarskóla
Gunnar Þór Geirsson, um. st. nr. 14, Bjarna riddara
Hildur Valsdóttir, ym. Rbst. nr, 8 Rannveig
Vigdís Sigrún Ársælsdóttir, ym. Rbst. nr, 14 Elísabet

Á dögunum afhentu stúkurnar í Staðarbergi í Hafnarfirði og Oddfellow búðirnar Magnús Arnarskóla styrk upp á 1.450.000 þúsund. Atli Magnússon, framkvæmdastjóri Arnarskóla veitti styrknum viðtöku.

Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri. Atferlisíhlutun er notuð við þjálfun og kennslu barnanna. Engin ákveðin greining er nauðsynleg til að nýta sér þjónustuna en hún er hugsuð fyrir nemendur sem þurfa stuðning með sér allan daginn. Með heildstæðum skóla er átt við að þjónustan er veitt alla virka daga ársins, skóli, frístund og sumarfrístund fer öll fram á sama stað með sama starfsfólkinu.

Frekari upplýsingar um Arnarskóla má sjá á https://arnarskoli.is/

Kjartan Flosason
Ym. st. nr. 21, Þorláks helga